Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Í öðru sæti í evrópskri tölfræðikeppni ungmenna

Mynd með færslu
 Mynd: Hagstofa Íslands - Aðsent
Evrópska tölfræðikeppnin fór fram hérlendis í vetur í fyrsta sinn og voru þá Íslendingar jafnframt þátttakendur í fyrsta sinn. Íslendingur náði góðum árangri á mótinu og hlaut önnur verðlaun fyrir tölfræðigreiningu á losun gróðurhúsalofttegunda.

Yfir 17 þúsund þátttakendur

Keppnin er nokkuð stór í sniðum og tóku yfir 17 þúsund ungmenni þátt, frá 19 löndum.

Hagstofa Íslands, gestgjafi keppninnar í ár, kynnti úrslitin í gær. Nemandi tækniskólans Ólöf María Steinarsdóttir, sem vann undankeppni fyrir mótið hér á landi, náði góðum árangri í keppninni og var í öðru sæti í hópi 16-18 ára. Fyrsta sætið hlaut keppandi frá Búlgaríu, en í yngri hópnum sigraði keppandi Ítalíu.

Hvað skýrir mikla losun Íslendinga?

Framlag Ólafar til keppninnar var myndband um losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum, þar sem hún leitaði skýringa á mikilli losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Verðlaunamyndskeiðið má sjá hér að neðan.

Olofre's picture
Ólöf Rún Erlendsdóttir