Kannar möguleika á bóluefni gegn apabólu hér á landi

27.05.2022 - 18:06
epa09452752 A nurse administers the first dose of CoronaVac vaccine developed by China's Sinovac during a mix and match COVID-19 inoculation program at a vaccination center in Bangkok, Thailand, 07 September 2021. Thailand is currently administering two doses of different COVID-19 vaccines using a mix of China's Sinovac (CoronaVac) as the first jab and followed by the second shot of  AstraZeneca (Vaxzevria) after three to four weeks. Thailand is the first country in the world to mix the cross formula to combat the surge COVID-19 coronavirus pandemic and aims to achieve herd immunity by targeting 70 percent of the population by the end of 2021.  EPA-EFE/RUNGROJ YONGRIT
 Mynd: EPA-EFE
Sóttvarnarlæknir hefur kannað hvort mögulegt sé að fá bóluefnið Imvanex til að nota gegn apabólu hér á landi. Nú liggur fyrir að ísland fái aðkomu að sameiginlegum innkaupum Evrópusambandsins á bóluefninu.

Í skriflegu svari Heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að bóluefnið Imvanex, sem hefur markaðsleyfi í Evrópu gegn bólusótt, sé einnig talið virkt gegn apabólu.

Sóttvarnalæknir hefur kannað hvort mögulegt sé að fá þetta tiltekna bóluefni til að nota fyrir þá einstaklinga sem útsettir verða fyrir veirunni og hugsanlega aðra valda hópa. Í svarinu segir að ekki sé talin ástæða til almennrar bólusetningar gegn apabólunni.

Nú liggi fyrir að Ísland fái aðkomu að sameiginlegum innkaupum Evrópusambandsins á þessu bóluefni, líkt og í innkaupum á bóluefni gegn Covid-19. Ísland hyggst þiggja það og hefur óskað eftir hlutfallslegri úthlutun til samræmis við aðrar Evrópuþjóðir.

Þá kemur fram í svari ráðuneytisins að ekkert liggi fyrir um skammtafjölda, en efnið sé sem fyrr segir einungis hugsað til notkunar fyrir skilgreinda hópa.