Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, tekur við sem bæjarstjóri af Ármanni Kr. Ólafssyni sem lætur af störfum eftir tíu ára setu á bæjarstjórastól.
Ásdís og Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokksins, kynntu málefnasamning flokkanna varðandi meirihlutasamstarf nú síðdegis. Orri verður formaður bæjarráðs.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra bæjarfulltrúa í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, tapaði einum, en Framsókn fékk tvo og bætti við sig manni. Saman mynda flokkarnir því sex manna meirihluta í ellefu manna bæjastjórn í Kópavogi.