Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Skipta með sér bæjarstjórastólnum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Samkomulag um myndun nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Hafnarfirði hefur náðst.

 Í tilkynningu frá flokkunum kemur fram að Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirðir verði bæjarstjóri til 1. janúar 2025 og Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins taki þá við starfinu.

Jafnframt kemur fram í tilkynningu að unnið hafi verið að málefnasamningi flokkanna sem kynntur verður á næstu dögum. Helstu verkefni nýs meirihluta verði að undirbúa þá miklu fjölgun sem fram undan er á kjörtímabilinu, tryggja öfluga og skilvirka þjónustu og ábyrga fjármálastjórnun. 

Flokkarnir eru með sex manna meirihluta í ellefu manna bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mesta fylgi í kosningum og fjóra menn, Framsókn tvo en Samfylkingin undir forystu Guðmundar Árna Stefánssonar fékk 29 prósent atkvæða og fjóra menn. 

rebekkali's picture
Rebekka Líf Ingadóttir
Fréttastofa RÚV