Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ráðherrar ósammála um að vísa fólki burt

25.05.2022 - 14:30
Mynd með færslu
 Mynd: Stjórnarráðið
Ríkis-stjórnin er ekki sammála um hvað á að gera fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Það á að vísa næstum 300 manneskjum úr landi. Margt fólk er reitt yfir því.

Hvað er alþjóðleg vernd? 

Fólk sem sækir um alþjóðlega vernd er fólk sem finnst það í hættu í heimalandi sínu þrátt fyrir að hafa ekkert gert af sér. Það er kallað að verða fyrir of-sóknum.

Fólk verður fyrir of-sóknum af ýmsum ástæðum. Til dæmis af því að það er af ákveðnum kyn-þætti, hefur ákveðin trúar-brögð eða er af ákveðnu þjóð-erni.  

Þjóð-erni þýðir hvaðan maður er. Frá hvaða landi eða hvaða svæði í einhverju landi. Að vera Íslendingur er þjóð-erni, sama hvort maður býr á Íslandi eða ekki. Fólk af ákveðnu þjóð-erni talar oft sama tungu-mál. En ekki alltaf.

Fólk af ákveðnu þjóðerni hefur oft líkar venjur. Það borðar til dæmis oft líkan mat. Ef fólk fær alþjóðlega vernd má það búa á Íslandi. Það fær líka hjálp við að byrja að búa á Íslandi. 

Á að vísa hópi fólks burt 

Núna á að vísa næstum 300 manneskjum úr landi. Það er fólk sem sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi. En fólkið fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi. Ef fólk fær alþjóðlega vernd kallast það flótta-menn. Í hópnum er alls kyns fólk, börn og fullorðnir.  

Ráðherrar eru ósammála 

Ráðherrar í ríkis-stjórninni eru ekki sammála um hvort á að senda allt fólkið burt. Jón Gunnarsson er dómsmála-ráðherra. Dómsmála-ráðherra stjórnar til dæmis málum útlendinga.

Jón Gunnarsson segir að í lögum standi að það verði að senda fólkið frá Íslandi. Hann segir að mál fólksins séu skoðuð mjög vel.

Þarf að skoða málið betur 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félagsmála-ráðherra. Félagsmála-ráðherra stjórnar til dæmis fjölskyldu-málum, þjónustu við fatlað fólk og vinnu-málum.

Guðmundur Ingi er ekki viss um að sé rétt að senda fólkið frá Íslandi. Hann vill að fyrst sé málið skoðað betur. Guðmundur Ingi segir að fólkið sé búið að vera lengi á Íslandi. Þess vegna er kannski ekki rétt að senda það frá Íslandi.

Sumt fólkið í hópnum kom frá Grikklandi. Þess vegna gæti það verið sent aftur til Grikklands. Guðmundur Ingi vill það ekki. Hann segir að það sé ekki gott að senda fólk þangað. 

Vill gæta sérstaklega að börnum 

Ásmundur Einar Daðason er barnamála-ráðherra. Barnamála-ráðherra stjórnar til dæmis skóla-málum, barna-vernd og annarri þjónustu við börn.

Ásmundur Einar segir að það þurfi að hugsa sérstaklega vel um mál barna í hópnum. Hann segir að það standi í lögum. Ásmundur Einar segir að ríkis-stjórnin sé að ræða málið. Hann er viss um að hún kemst að góðri niðurstöðu.  

Ríkis-stjórnin ræðir málið 

Katrín Jakobsdóttir er forsætis-ráðherra. Forsætis-ráðherra er nokkurs konar yfir-ráðherra. Katrín segir að ríkis-stjórnin sé að ræða um málið. Allir ráðherrar eru í ríkis-stjórn. Katrín segir að ráðherrar séu ekki allir sammála um hvað á að gera. Hún segir að það sé ekki skrítið af því að þrír ólíkir stjórnmála-flokkar eru saman í ríkis-stjórn.

Katrín segir að Íslendingar þurfi að ákveða hvernig þeir vilja hafa málefni flótta-fólks í framtíðinni. 

Atli Sigþórsson
málfarsráðunautur