Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Útlægir Katalónar endurheimta þinghelgi

epa07922225 Ousted former Catalan leader Carles Puigdemont takes part in a protest with Catalan supporters in Brussels, Belgium, 15 October 2019. The Spanish Supreme Court on 14 October 2019 issued a fresh European arrest warrant for the deposed former president following its sentencing of former Catalan Vice President Oriol Junqueras to 13 years in jail for sedition and misuse of public funds. Several other political leaders were also handed multi-year prison sentences for their roles in holding a failed independence vote in 2017.  EPA-EFE/OLIVIER HOSLET
Carles Puigdemont. Mynd: EPA-EFE - EPA
Dómstóll Evrópusambandsins hefur ákveðið að veita Carles Puigdemont, Evrópuþingmanni og útlægum fyrrverandi forseta Katalóníuhéraðs, og Evrópuþingmönnunum Clöru Ponsati og Antoni Comín, þinghelgi á nýjan leik. Evrópuþingið svipti þau þinghelgi í mars.

Eftirlýst á Spáni

Puigdemont, Ponsati og Comín eru enn eftirlýst á Spáni þar sem þau eiga yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir skipulagningu atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu sem hæstiréttur Spánar úrskurðaði ólöglega. 

„Enn einn sigurinn vannst í dag,“ tísti Puigdemont um niðurstöðuna og sagði sjálfstæðissinnana á Evrópuþinginu ætla halda áfram að andmæla spænska ríkinu úr útlegð sinni í Brussel.

Ólögleg atkvæðagreiðsla

Puigdemont var helsti leiðtogi sjálfstæðishreyfingar Katalóníubúa á meðan hann var forseti héraðsstjórnarinnar. Hann boðaði til atkvæðagreiðslu árið 2017 um að lýsa yfir sjálfstæði. Ríflega níutíu prósent greiddu atkvæði með sjálfstæði en sambandssinnar sniðgengu hina ólöglegu atkvæðagreiðslu.

Í kjölfarið lýsti Puigdemont yfir sjálfstæði. Strax í kjölfarið frestaði hann gildistöku þeirrar yfirlýsingar til þess að eiga í viðræðum við Spánarstjórn.

Ekkert varð af þeim viðræðum. Puigdemont og nokkrir leiðtogar til viðbótar flúðu land þegar ákærur voru gefnar út og svo fór að níu voru dæmd í fangelsi. Lengstan dóm fékk Oriol Junqueras varaforseti, þrettán ára fangelsi. Hin fangelsuðu fengu náðun í fyrra og voru leyst úr haldi.

Svipt þinghelgi í mars

Puigdemont, Ponsati og Comín náðu kjöri á Evrópuþingið árið 2019 og nutu þar þinghelgi fram þar til þingmenn sviptu þau henni í mars. 

Almenni dómstóll Evrópusambandsins staðfesti þá ákvörðun í júlí en nú er málið til meðferðar á efra dómstigi, hjá Dómstóli Evrópusambandsins. Þar var ákveðið í dag að veita þeim þinghelgi á ný, að minnsta kosti þar til endanleg niðurstaða fæst í málið.