Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Meirihlutaviðræður á Akureyri ganga vel

Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson
Meirihlutaviðræður D-lista, B-lista, S-lista og M-lista á Akureyri ganga vel að sögn Heimis Arnar Árnasonar, oddvita D-lista. Hann segir þau vilja Ásthildi Sturludóttur áfram sem bæjarstjóra.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Miðflokks hófu í síðustu viku formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn á Akureyri.

„Þetta ætti ekki að taka of langan tíma“

„Viðræðurnar ganga vel. Við vorum í sambandi alla helgina og það var langur fundur í dag og verður aftur í kvöld,“ segir Heimir Örn. Hann segist bjartsýnn á að flokkarnir nái saman um myndum meirihluta, en vill ekki áætla hvað viðræðurnar taki langan tíma. „Þetta ætti ekki að taka of langan tíma. Það er stefnt að fundum tvisvar á dag næstu daga.“

Vilja Ásthildi áfram sem bæjarstjóra

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sagðist í aðdraganda kosninga hafa hug á starfinu áfram ef til hennar yrði leitað. Miðað við viðbrögð Heimis er líklegt að svo verði: „Við stefnum að því að hafa Ásthildi áfram,“ segir hann.