Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Biden til varnar Taívan

23.05.2022 - 08:00
FILE - President Joe Biden meets virtually with Chinese President Xi Jinping from the Roosevelt Room of the White House in Washington, on Nov. 15, 2021. Biden set out to be the U.S. president who finally completed the "Asia pivot," Washington lingo for a long sought adjustment of U.S. foreign policy to better reflect the rise of America's most significant competitor: China. (AP Photo/Susan Walsh, File)
Síðustu milliliðalausu viðræður þeirra Bidens og Xi fóru fram í gegnum fjarfundabúnað í nóvember 2021 Mynd: AР- AP
Bandaríkin kæmu Taívan til varnar og væru tilbúin til að beita herstyrk sínum, gerði Kína innrás í landið. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þessu yfir í Tokyo í morgun á fréttamannafundi með Fumio Kishida forsætisráðherra Japans, á öðrum degi heimsóknar sinnar til Japans.

Eitur í beinum Kínverja

Þetta kemur fram á fréttavef The Guardian en þar segir að líklegt megi telja að yfirlýsingin sé eitur í beinum stjórnvalda í Kína.

Aukin hernarðarumsvif Kína á svæðinu hafi valdið áhyggjum um fyrirætlanir Kínverja gagnvart Taívan, en Kínverjar hafa aukið vígbúnað sinn nærri Taívan og ítrekað rofið lofthelgi landsins með lágflugi orustuþotna.      

Stjórnvöld í Taívan líta á þessi umsvif Kína sem ögrun. Þau skilgreina Taívan sem sjálfstætt ríki en stjórnvöld í Kína líta á landið sem hérað innan Kína og á núverandi stjórnvöld á Taívan sem aðskilnaðarsinna.

Varnarmálaráðherra Taívan Chiu Kuo-cheng lýsti því nýverið yfir að spenna á milli Kína og Taívan hefði ekki verið meiri í fjörutíu ár. Hann telur Kínverja geta gert innrás í landið innan fjögurra ára. 

Sjá einnig: „Mesta spennan milli Taívan og Kína í 40 ár“

Stríðið í Úkraínu áhrifaþáttur

Biden segir að eftir innrás Rússlands í Úkraínu sé ábyrgð Bandaríkjanna til að koma Taívan til varnar enn sterkari. Yfirlýsingin er sú mest afgerandi sem forsetinn hefur gefið til stuðnings Taívan til þessa.

Biden segir að innrás yrði „ekki eingöngu óviðeigandi með öllu, heldur myndi hún valda miklum óstöðugleika á svæðinu, í líkingu við það sem er að gerast í Úkraínu.“