Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ardern heldur til fundar við bandaríska ráðamenn

epa08401784 (FILE) - New Zealand Prime Minister Jacinda Ardern attends a press conference with Australian Prime Minister Scott Morrison (not pictured) at Admiralty House in Sydney, Australia, 28 February 2020 (reissued 05 May 2020). According to media reports, Australia and New Zealand discussed on 05 May about introducing a trans-Tasman bubble to allow travel between the two countries. The plan was set in motion after Ardern reportedly stressed out that the New Zealand border will be closed for a long time, amid the ongoing coronavirus pandemic.  EPA-EFE/BIANCA DE MARCHI  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA images - EPA
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún hyggst einkum ræða viðskipti og málefni ferðaþjónustu við nokkra öldungadeildarþingmenn. Ardern kveðst jafnframt umhugað um að sjónum verði beint að öryggismálum á Kyrrahafi.

Ólíklegt þykir að Ardern hitti Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hún er nýstigin upp úr covid-veikindum og strangar heilbrigðisreglur eru enn við lýði vestanhafs.

Hún hittir aftur á móti Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað þeim mun fara á milli. 

Arden veiktist fyrir viku, á meðan hún var í einangrun eftir að Clarke Gayford sambýlismaður hennar greindist með kórónuveiruna. Tveir dagar eru síðan einangruninni lauk en um tíma var talið að Ardern yrði að fresta Bandaríkjaferðinni.

Hún hyggst heimsækja fimm borgir á ferð sinni enda sé afar mikilvægt að viðhalda góðum pólitískum tengslum við Bandaríkin. Hún segir sérstaklega brýnt að Bandaríkin efli að nýju ítök sín á Kyrrahafi.