Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ólafur: „Þetta er alltaf jafn gaman“

Mynd: Grímur Jón Sigurðsson / RÚV

Ólafur: „Þetta er alltaf jafn gaman“

22.05.2022 - 19:21

Höfundar

Ólafur Arnalds tónlistarmaður ætlar að koma víða við í tónleikaferð sinni sem hefst á morgun og stendur út árið. Fyrsti áfangastaður verður Háskólabíó annað kvöld og Ólafur segist óþreyjufullur að komast aftur á svið eftir að hafa þurft að aflýsa ferðinni í tvígang vegna faraldursins.

Ólafur var við æfingar í Háskólabíói þegar fréttastofa leit þar við í dag. Fram undan eru 50 tónleikar þar sem hann fylgir eftir útgáfu plötunnar Some kind of peace.  „Við byrjum hér á Íslandi og förum svo til Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Tökum þar Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Svo förum við eftir það til Evrópu og svo áfram um heiminn, seinna í ár,“ segir Ólafur

Er þetta ferð sem átti að fara fyrir faraldur? „Já, þetta er ferð sem átti fyrst að verða farin haustið 2020. Svo átti hún líka að vera farin haustið 2021. Þetta virðist vera að ganga upp núna. Þetta er mjög langþráð.“

Þar sem þú komst hvorki í tónleikaferðir í fyrra né hittifyrra - hvað hefurðu verið að gera? „Ég gerði plötu og gaf hana út. Svo hef ég unnið að tónlist fyrir tvær sjónvarpsseríur,“ segir Ólafur.

Er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Þetta er alltaf jafn gaman og mér finnst þetta ferli, sem við höfum verið í hér í Háskólabíói síðustu þrjá daga; æfa, stilla upp og hanna og prógrammera; það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri.“

Tengdar fréttir

Tónlist

Ólafur Arnalds hlýtur tvær Grammy-tilnefningar

Popptónlist

Ólafur Arnalds - some kind of peace

Popptónlist

Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna

Tónlist

Ólafur Arnalds frumflutti nýtt lag í Vikunni