Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Töluvert jarðsig við Brimnes í Ólafsfirði

20.05.2022 - 17:42
Mynd með færslu
Hedinsfjordur.is/Guðmundur Ingi Bjarnason  Mynd: hedinsfjordur.is
Vegurinn við Brimnes á leið út úr Ólafsfirði í átt að Múlagöngum hefur sigið talsvert síðustu viku. Vegurinn hefur verið girtur af við skemmdirnar og eru vegfarendur beðnir að aka með gát.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni en fréttavefurinn heidinsfjordur.is fjallar einnig um málið. 

Að sögn starfsmanns Vegagerðarinnar barst tilkynning um sigið á miðvikudaginn þar sem Fjallabyggð óskaði eftir heimild til að fara í framkvæmdir á skemmdunum sem fyrst. Framkvæmdir eru hafnar nú þegar en gætu tekið tvær til þrjár vikur. Hraði hefur verið tekinn niður í 30 kílómetra á klukkustund á svæðinu á meðan framkvæmdir standa yfir. 

urduro's picture
Urður Örlygsdóttir