Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Heldur fækkar í söfnuðum færeysku fólkakirkjunnar

20.05.2022 - 02:25
Mynd með færslu
 Mynd: KVF
Heldur hefur fækkað í söfnuðum færeysku þjóðkirkjunnar á undanförnum árum. Fólkakirkjan er evangelísk-lúthersk kirkja líkt og íslenska þjóðkirkjan, og hefur haft sterk ítök í færeysku trúarlífi.

Greint frá málinu á vef færeyska kringvarpsins en en nýjustu tölur hagstofu landsins sýna að enn fækkar í kirkjunni.  Í Færeyjum er að finna 61 kirkju og 26 sóknarpresta.

Nýjustu tölur sýna að tæp 42 þúsund af um það bil 54 þúsundum landsmanna eru í Fólkakirkjunni eða um 78 prósent. Á seinasta ári voru 78,6% Færeyinga í þjóðkirkjunni en fyrir tuttugu árum var hlutfallið 84,3 af hundraði.