Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Aldís nýr sveitarstjóri Hrunamannahrepps

20.05.2022 - 22:23
Mynd með færslu
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Hveragerði. Mynd: RÚV
Aldís Hafsteinsdóttir verður nýr sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Þetta kemur fram í tilkynningu D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Hrunamannahreppi. Hún tekur við embættinu af Jóni G. Valgeirssyni.

Aldís hefur verið bæjarstjóri Hveragerðis síðastliðin sextán ár og er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í tilkynningu frá D-listanum segir að það sé mikill kostur fyrir flokkinn að fá Aldísi til liðs við sig  enda sé hún reynslubolti á sveitarstjórnarstiginu. 

„Það eru áskoranir fram undan hjá sveitarfélaginu, uppbygging og sjáanleg ör íbúaþróun en á sama tíma verðbólga og háir vextir. Það var því mat okkar að fyrsti kostur væri að ræða við Aldísi og auglýsa ekki stöðu sveitarstjóra ef þessi kostur gæfist.“

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í Hrunamannahreppi

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut meirihluta atkvæða í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum, 56,6 prósent og þrjá fulltrúa. L-listinn var með 43,5 prósent atkvæða og tvö fulltrúa kjörna. H-listinn sem var við stjórnvölinn í Hrunamannahreppi á síðasta kjörtímabili bauð ekki fram í þessum kosningum. 

urduro's picture
Urður Örlygsdóttir