Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vilja tryggja aðgengi almennings að reiðufé

epa05408713 (FILE) A file picture dated 22 February 2016 shows British Pounds in London, Britain. The British Pound Sterling on 05 July 2016 dropped to its lowest level in three decades in reaction to the 23 June's referendum in which Britons voted
 Mynd: EPA - EPA FILE
Bresk stjórnvöld heita almenningi því að reiðufé verði áfram aðgengilegt þrátt fyrir að stafrænar lausnir hafi orðið til þess að bankaútibúum er lokað í æ ríkari mæli.

Fjármálaráðuneytið breska greindi frá því í gær að fjármálaeftirliti landsins yrði gert kleift með nýrri löggjöf að krefja helstu banka landsins um tryggja aðgengi fólks að seðlum.

Ekki var sérstaklega greint frá þeim meðulum sem fjármálaeftirlitið hefði til þess en John Glen efnahagsráðherra sagðist vita að ákveðnir, viðkvæmir hópar í samfélaginu reiddu sig enn á notkun reiðufjár.

Fjármálaráðuneytið telur að um 5,4 milljónir Breta séu í þeim hópi og efnahagsráðherrann sagði því áríðandi að enginn yrði út undan þrátt fyrir aukna tæknivæðingu.

Breskir bankar loka útibúum sínum af miklu kappi, Lloyds-bankinn greindi frá því í gær að til stæði að hætta starfsemi 28 útibúa til viðbótar við þau 60 sem tilkynnt var um fyrr á þessu ári.

Viðskiptavinir hölluðu sér mjög að notkun heimabanka meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð. Neytendafélagið Which? segir að helmingi allra fimm þúsund bankaútibúa landsins hafi verið lokað á árunum 2015 til 2022, langflestum þeirra í Skotlandi.