Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Svíar og Finnar sækja formlega um aðild að NATO

18.05.2022 - 06:58
Mynd með færslu
 Mynd: Ægir Þór Eysteinsson - Finnland og Svíþjóð í NATO
Sendiherrar Svíþjóðar og Finnlands lögðu í morgun inn formlega umsókn um aðild að Atlantshafsbandalaginu.

Þar með lýkur hernaðarhlutleysi ríkjanna tveggja sem staðið hefur um áratugaskeið en kveikja umsóknanna er innrás Rússa í Úkraínu. 

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, tók á móti umsóknunum og sagði söguleg skref hafa verið stigin í dag. Nú væri það hlutverk aðildarríkja bandalagsins að taka ákvörðun um hvort Finnland og Svíþjóð fái inngöngu, en nær öll styðja umsóknirnar að Tyrklandi undanskildu.