Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Áhugaverð og óvenjuleg skjálftavirkni undan Jökli

Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RUV
Óvenjuleg og áhugaverð skjálftavirkni hefur greinst í hafinu vesturundan Snæfellsjökli. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, vekur athygli á þessu á Twitter.

Kristín segir að þótt Veðurstofan fylgist grannt með jarðhræringum á Reykjanesskaga sé áríðandi að missa ekki sjónar á öðrum hreyfingum í jarðskorpunni. Jafnframt segir hún menn ekki minnast þess að jarðhræringar hafi orðið á þessum slóðum áður.