Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Óformlegar meirihlutaviðræður á Akranesi

Mynd með færslu
 Mynd: Karitas Jónsdóttir
Framsóknarflokkurinn á Akranesi hefur rætt óformlega bæði við Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn en flokkarnir fengu þrjá bæjarfulltrúa hver af níu mögulegum. Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir að það ætti að skýrast síðdegis eða í kvöld með hvorum flokki Framsókn hefur formlega meirihlutaviðræður.

Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin mynduðu meirihluta í fráfarandi bæjarstjórn.