Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Á fjórða þúsund utankjörfundaratkvæði á NA-landi

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
3.706 kjósendur, með atkvæðisrétt á Norðurlandi eystra, kusu utankjörfundar í sveitarstjórnarkosningunum. Til samanburðar þá kusu 4.351 kjósendur í landshlutanum utankjörfundar í alþingiskosningunum 2021.

Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra greiddu 2.723 atkvæði utankjörfundar hjá embættinu í landshlutanum, sem eru 10,2% utankjörfundaratkvæða á landsvísu.

Kosið var á fimm skrifstofum embættisins, á Akureyri, Húsavík, Siglufirði, Dalvík og Þórshöfn. Einnig hjá átta kjörstjórum sýslumanns í samstarfi við sveitarfélögin Dalvíkurbyggð, Grýtubakkahrepp, Þingeyjarsveit, Skútustaðahrepp, á Kópaskeri og Raufarhöfn í Norðurþingi og Hrísey og Grímsey í Akureyrarbæ.

Þá var kosið á níu sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum í umdæminu í aðdragandi kosninganna. En auk þess í heimahúsum vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar kjósenda.