Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Jarðskjálfti 4,8 að stærð varð nærri Þrengslum

14.05.2022 - 17:01
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Guðmundur Bergkvist - RÚV
Snarpur skjálfti varð rétt í þessu sem fannst vel á suðvesturhorni landsins. Veðurstofan hefur yfirfarið mælingar og telja þau skjálftann hafa verið 4,8 að stær. Upptök hans voru 0,6 kílómetra norðaustur af Þrengslum. Samkvæmt náttúruvársérfræðingi má búast við eftirskjálftum.

Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skjálftinn hafi fundist vel í uppsveitum Árnessýslu, Borgarfirði sem og öllu höfðuborgarsvæðinu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Olofre's picture
Ólöf Rún Erlendsdóttir