Systur komust áfram í úrslit Eurovision í kvöld þegar þær fluttu lagið Með hækkandi sól með glæsibrag í Tórínó. Þetta þýðir að við verðum á meðal þeirra þjóða sem taka þátt í sjálfum úrslitunum á laugardag.
Að venju voru tístarar duglegir að tjá sig undir myllumerkinu #12stig.
Dollan kemur heim á lau. Ísland þúsund ár #12stig
— Birgir Liljar (@birgirliljar) May 10, 2022
Vilhelm Neto átti erfitt með að hemja svipbrigðin vegna þess hve hallærislegir kynnarnir voru:
Þetta er alltaf svipurinn sem ég fæ þegar eg þarf að sjá kynnana reyna að vera fyndin #12stig pic.twitter.com/WXCfmZxciR
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) May 10, 2022
Kolbrún Birna velti því fyrir sér hvers vegna Hatari fékk á baukinn fyrir að sveifla fána í Tel Aviv þegar aðrir fá að blakta frjálsir:
Ok það er smá áhugavert að Eurovision leyfi alla úkraínsku fánana í græna herberginu þegar Íslendingar fengu sekt fyrir palestínska fánann á sínum tíma #12stig
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) May 10, 2022
Heiða hét því greinilega að éta hatt sinn ef Ísland kæmist áfram. Hér leggur hún til að hún narti í hattinn hennar Elínar Ey sem vakið hefur aðdáun og athygli.
Jæja ég verð að éta hattinn minn. Eða hattinn hennar Elínar Hafði enga trú á að við kæmumst áfram.
En frábært! Aðalkvöldið alltaf skemmtilegra þegar Ísland er með. #12stig— Heiða (@ragnheidur_kr) May 10, 2022
Nú er ljóst að Ísland mun keppa í úrslitum Eurovision sama kvöld og sveitastjórnarkosningar fara fram. Einhverjir sjá fram á að lenda í hollustuklemmu þegar kemur að því að velja hvað skuli horfa á.
Það er vert að taka fram að Eurovision færist yfir á RÚV2 þegar kosningavakan hefst.
#12stig pic.twitter.com/wIojitA49O
— Malena Þórisdóttir (@malenathoris) May 10, 2022
Systur hafa verið duglegar að lýsa yfir stuðningi við trans fólk og úkraínsku þjóðina, enda miklar baráttukonur fyrir mannréttindum. Ugla Stefanía aktívisti er þeim afar þakklát:
Já, hjartað svo sannarlega á hárréttum stað eins og @gislimarteinn sagði. Elska allt við þau - takk fyrir að vera þið #12stig pic.twitter.com/xT80lftxSZ
— Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir (@UglaStefania) May 10, 2022
Veðbankar voru efins um að við kæmumst áfram og það voru einhverjir Íslendingar einnig. Við getum hins vegar verið afar stolt af okkar mögnuðu Systum og getum haldið áfram að hvetja þær til dáða á laugardag:
Veðbankarnir sáu seiðmagnaðan systrasönginn ekki fyrir. #12stig
— Gunnar Andreas Kristinsson (@GunnarAndreasK) May 10, 2022
Ok til þess að vera alveg hreinskilin bjóst ég ekki við að við myndum komast áfram. Þetta var líka alveg drulluflott hjá þeim #12stig #EUROVISION
— HillaPilla (@HillaPilla98) May 10, 2022
Hér má sjá fleiri tíst undir myllumerkinu #12stig. Áfram Ísland!