Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Kosið um sameiningu í 19 sveitarfélögum á níu mánuðum

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson
Á laugardag verður kosið um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi og við Langanes. Að þeim kosningum loknum hafa íbúar í samtals 19 sveitarfélögum kosið um sameiningu frá því í sumar.

Þetta er annars vegar kosning um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og hins vegar um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps. Þetta eru síðustu sameiningarkosningar í nokkuð langri törn, en ekki verður tími til frekari sameininga fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí. 

Frá því í fyrrasumar hafa íbúar í 19 sveitarfélögum kosið um sameiningu. Kosið var í Suður-Þingeyjarsýslu, tvisvar í Austur-Húnavatnssýslu, á Suðurlandi, á Snæfellsnesi og í Skagafirði. Nú á að kjósa í Norður-Þingeyjarsýslu og aftur á Snæfellsnesi.

Kosningar 5. júní 2021
Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Skagaströnd (fellt)
Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur (samþykkt)

Kosningar 25. september 2021
Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur (fellt)

Kosningar 19. febrúar 2022
Snæfellsbær og Eyja- og Miklaholtshreppur (fellt)
Húnavatnshreppur og Blönduósbær (samþykkt)
Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur (samþykkt)

Kosningar 26. mars 2022
Stykkishólmsbær og Helgafellssveit 
Langanesbyggð og Svalbarðshreppur