Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Bergljót leiðir lista Samfylkingarinnar í Kópavogi

Listi Samfylkingarinnar í Kópavogi
 Mynd: Samfylkingin í Kópavogi - Aðsent
Bergljót Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi, leiðir lista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hákon Gunnarsson, rekstrarhagfræðingur, er í öðru sæti og Erlendur Geirdal, Rafmagnstæknifræðingur, í því þriðja.

Listinn var samþykktur einróma á félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi í dag. Framboðið hyggst efla samstarf við félaga- og íbúasamtök ásamt því að leggja áherslu á mennta- og velferðarmál auk umhverfismála.

1. Bergljót Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi

2. Hákon Gunnarsson, rekstrarhagfræðingur

3. Erlendur Geirdal, Rafmagnstæknifræðingur

4. Donata H. Bukowska, kennari og kennsluráðgjafi

5. Hildur María Friðriksdóttir, Náttúruvársérfræðingur

6. Þorvar Hafsteinsson, Viðmótshönnuður

7. Kristín Sævarsdóttir, Vörustjóri

8. Steini Þorvaldsson, Rekstrarfræðingur

9. Margrét Tryggvadóttir, Rithöfundur

rebekkali's picture
Rebekka Líf Ingadóttir
Fréttastofa RÚV