Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Mannbjörg í Malasíu eftir að bát hvolfdi

27.02.2022 - 04:33
Erlent · Asía · ferðamenn · Illviðri · Malasía · Rigning · Sjóslys · Strandgæsla · úrhelli · Veður
epa05950161 A motorist passes a wooden house with the backdrop of the iconic Petronas Towers in Kampung Baru, Kuala Lumpur, Malaysia, 9 April 2017. Kampung Baru is a misfit in a modern city, spread across 230 hectares on prime city land. The traditional
 Mynd: EPA
Mannbjörg varð eftir að bát með átján innanborðs hvolfdi í aftakaveðri nærri malasísku ferðamannaeyjunni Langkawi í gær. Malasíska strandgæslan greinir frá því að fiskimenn hafi bjargað fólkinu síðdegis í gær en þess hafði verið leitað frá því um miðjan dag.

Mohamad Zawawi Abdullah, yfirmaður hjá strandgæslunni, segir að þakka megi sameiginlegu átaki yfirvalda og fiskimanna á svæðinu hversu giftusamlega fór. Hann segir að tveir bátsverja hafi slasast nokkuð en öllum líði annars vel.

Illviðri eru tíð við vesturströnd Malasíu auk þess sem ölduhæð er þar oft mikil. Því getur verið skeinuhætt að halda til hafs á litlum bátum en varað hafði verið við slæmu veðri með úrhellisrigningu um helgina. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV