Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Biden hyggst bæta við herlið í Austur-Evrópu

epa09715298 US President Joe Biden delivers remarks on strengthening supply chains, revitalizing American manufacturing, and creating good paying union jobs through the Bipartisan Infrastructure Law during his visit to Carnegie Mellon University at Mill 19 in Pittsburgh, Pennsylvania, USA on 28 January 2022. A bridge in Frick Park collapsed injuring approximately ten people according to the mayor of Pittsburgh. The collapse occurred a short distance from Carnegie Mellon University where US President Joe Biden is  giving his speech on infrastructure.  EPA-EFE/DAVID MAXWELL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríkjamenn hyggjast á næstunni auka við herafla sinn í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem ríkir við landamæri Rússlands og Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá þessu í dag með þeim orðum að ekki væri ætlunin að senda mjög marga hermenn á svæðið.

Bandaríkin hafa þegar á að skipa tugum þúsunda hermanna í Evrópu, einkum í vesturhluta álfunnar en hugmyndir hafa verið uppi innan varnarmálaráðuneytisins að auka við herafla í austurhlutanum.

John Kirby talsmaður ráðuneytisins sagði frá því í vikunni að um 8.500 hermenn væru í viðbragðsstöðu til að verða sendir þangað. Lloyd Austin varnarmálaráðherra kveðst þess fullviss að mögulegt sé að komast hjá átökum. 

Hann segir enn hægt að leysa Úkraínudeiluna við samningaborðið og að sömuleiðis að Vladímír Pútín gæti gert það eina rétta og kallað herlið sitt heim. 

Mark Milley, yfirmaður Herforingjaráðs Bandaríkjanna tekur í svipaðan streng og segir að átök í Úkraínu hefði hryllilegar afleiðingar og að mannfall yrði voðalegt. 

Stjórnvöld í Washington óttast áhrif mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu á nágrannaríkin. Rússar segja af og frá að þeir hyggi á innrás en um 100 þúsund hermenn eru við landamæri ríkjanna.

Það ítrekaði Vladímir Pútín forseti Rússlands í samtali við Emmanuel Macron Frakklandsforseta í dag. Pútín kvaðst reiðubúinn til frekari viðræðna um stöðu mála. 

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, kvaðst fyrr í mánuðinum vilja kalla saman Normandí-nefndina svonefndu, til að ræða deiluna og sagði Úkraínumenn reiðubúna til að finna lausn. 

Helsta krafa þeirra er að Úkraína fái aldrei inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Í síðustu viku sagði Biden að Bandaríkin sendu hermenn til Póllands, Rúmeníu og fleiri NATÓ-ríkja létu Rússar til skarar skríða gegn Úkraínu.