Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi í hádeginu Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson fyrir kynferðisbrot gegn konu á nuddstofu sinni fyrir um áratug. Honum var gerður 12 mánaða hegningarauki sem bætist við það 6 ára fangelsi sem Landsréttur dæmdi hann í fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum í byrjun síðasta árs.