Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

EM í dag: Spilað um fimmta sætið og sæti í úrslitum

epa09710657 Players of Iceland celebrate after winning the Men's European Handball Championship main round match between Montenegro and Iceland at the MVM Dome in Budapest, Hungary, 26 January 2022.  EPA-EFE/Tibor Illyes HUNGARY OUT
 Mynd: EPA-EFE - MTI

EM í dag: Spilað um fimmta sætið og sæti í úrslitum

28.01.2022 - 08:30
Þrír leikir verða spilaðir á Evrópumótinu í handbolta í dag. Ísland mætir Noregi í leiknum um fimmta sæti mótsins og svo fara undanúrslitaleikirnir tveir fram.

Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan 14:30 og hann verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Upphitun í EM stofunni hefst klukkan 14. Með sigri getur íslenska liðið tryggt sér beinan farseðil á Heimsmeistaramótið í Póllandi og Svíþjóð á næsta ári og þar með sleppt við undankeppni. 

Klukkan 17 fer fyrri undanúrslitaleikurinn fram en þar mætast Spánn og Danmörk. Sá leikur verður í beinni útsendingu á RÚV. Klukkan 19:30 verður seinni undanúrslitaleikurinn svo spilaður og þar eigast við Frakkland og Svíþjóð, hann verður í beinni útsendingu á RÚV 2. Úrslitaleikurinn sjálfur fer svo fram á sunnudag klukkan 17. Klukkan 14:30 þann sama dag munu taplið dagsins leika um bronsverðlaun.