Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Neitar náinni vináttu við Maxwell

epa08005338 (FILE) Britain's Prince Andrew, Duke of York arriving at Murdoch University in Perth, Western Australia, Australia, 02 October 2019.  Prince Andrew is facing a backlash following his Newsnight interview in which he defended his friendship with Jeffrey Epstein after lawyers who represent 10 of the billionaire predator?s victims branded the royal unrepentant and implausible and demanded that he speak to the FBI.  EPA-EFE/RICHARD WAINWRIGHT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA
Andrés prins neitar að hafa verið náinn vinur Ghislaine Maxwell, samstarfskonu og fyrrum kærustu barnaníðingsins Jeffrey Epstein. BBC greinir frá. Lögmenn prinsins óska jafnframt eftir að mál Virginiu Giuffre gegn honum verði tekið fyrir að viðstöddum kviðdómi.

Lögmenn Andrésar lögðu fram ellefu síðna skjal fyrir dóm í gær þar sem þeir telja til ástæður fyrir því að einkamál Giuffre eiga að vera fellt niður. Lisa Bloom, lögmaður nokkurra þeirra sem saka Maxwell og Epstein um ofbeldi, segir óskir lögmannanna hafa litla þýðingu, þar sem Giuffre hefur þegar beðið um að kviðdómur úrskurði í málinu. 

Giuffre sakar prinsinn um kynferðisbrot gegn sér í Lundúnum, New York og á Jómfrúareyjum þegar hún var á táningsaldri. Hún krefst bóta, sem jafnvel eru taldar nema milljónum bandaríkjadala. Andrés hefur verið sviptur öllum titlum á vegum konungsfjölskyldunnar vegna málanna.