Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Karen Elísabet stefnir á oddvitasætið

Mynd með færslu
 Mynd: Karen Elísabet Halldórsdóttir
Karen Elísabet Halldórsdóttir sækist eftir oddvitasætinu hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor. Karen Elísabet skipaði þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum. Þá var Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í fyrsta sæti en hann hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fer fram 12. mars. 

Karen Elísabet hefur verið bæjarfulltrúi í átta ár, er formaður velferðarráðs og varaformaður bæjarráðs ásamt öðrum störfum í Kópavogsbæ. Hún er menntuð í sálfræði og mannauðsstjórnun og vinnur sem skrifstofustjóri samhliða starfi sínu sem bæjarfulltrúi. Karen Elísabet segist í framboðstilkynningu hafa aflað sér víðtækrar þekkingar á öllum málaflokkum í rekstri bæjarins og vill að bærinn haldi áfram að bæta þjónustu sína vi bæjarbúa.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV