Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Segja mannréttindi og mannúðaraðstoð haldast í hendur

epa09708079 Secretary General of the Norwegian Refugee Council Jan Egeland (front) in a meeting with Taliban representatives Shafullah Azam, Mutiul Haq Nabi Kheel and Amir Khan Muttaqi during the meeting between Norwegian humanitarian organizations and representatives from the Taliban at the Soria Moria hotel in Oslo, Norway, 25 January 2022. Norway has invited representatives of the Taliban to Oslo to hold meetings with the Norwegian authorities and representatives of the international and Afghan community for negotiations.  EPA-EFE/STIAN LYSBERG SOLUM / POOL  NORWAY OUT
 Mynd: EPA-EFE - NTB POOL
Fulltrúar vestrænna ríkja krefjast þess að Talíbanastjórnin í Afganistan geri gangskör í því að tryggja mannréttindi í landinu. Það haldist í hendur við mannúðaraðstoð í landinu. Sendinefnd Talíbana sneri aftur heim frá Noregi í gær eftir þriggja daga fundahöld með erindrekum Bandaríkjanna og Evrópu.

Fulltrúar ríkjanna gerðu tilkall til þess að unnt verði að beina mannúðaraðstoð beint til afgönsku þjóðarinnar án aðkomu Talíbana. Henrik Thune, utanríkisráðherra Noregs, segir að skýrar kröfur verði gerðar sem mögulegt verði að fylgja eftir. 

Jonas Gahr Støre segir að sendinefnd Talíbana hafi verið gerð ljós sú krafa að stúlkur setjist á skólabekk í mars þegar skólastarf hefst að nýju. Það eigi einnig við um þær sem orðnar eru eldri en tólf ára.

Ákvörðun Norðmanna að bjóða Talíbönum með miklum tilkostnaði til viðræðna hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af hálfu afganskra flóttamanna og andófsmanna. Støre sagðist skilja vel að mörgum þætti það óþægileg tilhugsun að tekið væri á móti sendinefnd Talíbana í Osló. 

Hinn valkosturinn væri í raun ekki valkostur, það er að horfa upp á milljón afganskra barna við hungurmörk, helming landsmanna í þörf fyrir mannúðaraðstoð og stærsta hluta hagkerfisins í molum. Því þurfi að ræða við Talíbana og skylda þá til að gera það sem rétt sé. 

Støre sagði af og frá að fundahöldin í Osló væru skref í átt að alþjóðlegri viðurkenningu stjórnar Talíbana í Afganistan. Tilgangurinn væri fyrst og fremst að gera þeim afstöðu vestrænna ríkja til ástandsins í landinu ljósa.

Sendinefndin með Amir Khan Muttaqi, utanríkisráðherra Talíbanastjórnarinnar í broddi fylkingar telur þó skref hafa verið stigin í átt til viðurkenningar.

Ekkert ríki hefur enn gert það en Muttaqi kveðst þess fullviss að nú fáist stuðningur til mannúðar-, heilbrigðis- og menntamála.

Erfitt að veita aðstoð án afléttingu þvingana

AFP-fréttaveitan hefur eftir Jan Egeland sem fer fyrir mannréttindaráði Noregs að erfitt verði að veita mannúðaraðstoð án þess að viðskiptaþvingunum verði aflétt. 

„Frysting allrar mannúðaraðstoðar skaðar illa það fólk sem Atlantshafsbandalagið varði hundruðum milljarða til að verja - allt þar til í ágúst,“ sagði Egeland.

Lífskjörum í Afganistan hefur hnignað mjög frá valdatöku Talíbana í ágúst síðastliðnum. Þá var skyndilegur endir bundinn á aðstoð vestrænna ríkja sem jók enn á ógnir milljóna landsmanna sem þó áttu um sárt að binda vegna mikilla þurrka og uppskerubrests.