Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Njarðvík og Haukar unnu sína leiki

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Njarðvík og Haukar unnu sína leiki

26.01.2022 - 21:05
Tveir leikir voru í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld. Fyrri leikurinn var Suðurnesjaslagur þar sem Njarðvík vann Grindavík og í seinni leiknum gerðu Haukar góða ferð suður með sjó og unnu Keflavík.

 

Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi og gestirnir í Njarðvík leiddu með þremur stigum að loknum fyrsta fjórðungi 19-16. Það var áfram allt járnum í öðrum leikhluta og Grindvíkingar höfðu minnkað muninn í eitt stig fyrir hálfleik en Njarðvíkingar leiddu enn 32-31. Gestirnir voru áfram skrefi framar í þriðja fjórðungi og voru með átta marka forystu fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Þegar lokaleikhlutinn var hálfnaður höfðu Grindvíkingar minnkað muninn í eitt stig. Nær komust þær hins vegar ekki og lokatölur urðu 71-67, fjögurra stiga sigur Njarðvíkur, sem jafna með því Fjölni að stigum og fara á topp deildarinnar, með 20 stig. 

Í seinni leiknum tók Keflavík á móti Haukum en liðin voru fyrir leikin í fjórða og fimmta sætinu, bæði með tíu stig. Fyrsti leikhluti var hnífjafn og að honum loknum var staðan 18-18. Enn var jafnt á öllum tölum í öðrum leikhluta en Haukakonur náðu sér í þriggja stiga forystu fyrir hálfleik 40-39. Heimakonur í Keflavík komu öflugar inn í seinni hálfleikinn og höfðu jafnað metin fyrir lokaleikhlutann staðan þá 54-54. Það voru hins vegar Haukakonur sem sterkari á lokakaflanum og sigldu heim átta stiga sigri 80-72. Haukar eru með því með tólf stig í fjórða sæti en Keflavík með tíu í fimmta sætinu.