Hægt er að fylgjast með allri upphitun fyrir leik, sem og atvikum úr leiknum og einnig viðtölunum eftir leik í lifandi uppfærslu hér fyrir neðan. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 14:30 á RÚV og upphitun í EM stofunni klukkan 14.
Örlög Íslands eru ekki lengur í höndum Strákanna okkar og sigur gegn Svartfellingum dugar ekki einn og sér til að Ísland fari áfram í undanúrslit heldur þarf liðið líka að treysta á að Danir vinni Frakka í síðasta leik dagsins til þess að fara áfram.