Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Leikdagur: Nú dugar bara sigur gegn Svartfellingum

epa09706566 Players of Iceland line up for the Men's European Handball Championship main round match between Iceland and Croatia in Budapest, Hungary, 24 January 2022.  EPA-EFE/Zsolt Szigetvary HUNGARY OUT
 Mynd: EPA-EFE - MTI

Leikdagur: Nú dugar bara sigur gegn Svartfellingum

26.01.2022 - 08:28
Upp er runninn síðasti leikdagur íslenska karlalandsliðsins í handbolta í milliriðli Evrópumótsins í Ungverjalandi og Slóvakíu. Andstæðingar dagsins eru Svartfellingar og ætli íslenska liðið að eiga von um undanúrslit og að minnsta kosti von um leik um fimmta sæti mótsins þarf það á sigri að halda. Leikurinn hefst klukkan 14:30.

Hægt er að fylgjast með allri upphitun fyrir leik, sem og atvikum úr leiknum og einnig viðtölunum eftir leik í lifandi uppfærslu hér fyrir neðan. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 14:30 á RÚV og upphitun í EM stofunni klukkan 14. 

Örlög Íslands eru ekki lengur í höndum Strákanna okkar og sigur gegn Svartfellingum dugar ekki einn og sér til að Ísland fari áfram í undanúrslit heldur þarf liðið líka að treysta á að Danir vinni Frakka í síðasta leik dagsins til þess að fara áfram.