Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

EM í dag: Úrslit ráðast í milliriðli Íslands

epa09702831 Players of Iceland celebrate after winning the Men's European Handball Championship main round match between  France and Iceland at the MVM Dome in Budapest, Hungary, 22 January 2022.  EPA-EFE/Zsolt Szigetvary HUNGARY OUT
 Mynd: EPA-EFE - MTI

EM í dag: Úrslit ráðast í milliriðli Íslands

26.01.2022 - 08:00
Lokaleikdagur milliriðlakeppni Evrópumótsins í handbolta er í dag. Allt er undir hjá íslenska liðinu.

Þrír leikir eru í döfinni í Búdapest í dag og leikur Ísland fyrsta leikinn. Kl. 14:30 verður flautað til leiks gegn Svartfjallalandi, í beinni útsendingu á RÚV og Rás 2.

Í kjölfar þess leiks mætast Holland og Króatía klukkan 17, beint á RÚV 2. Deginum lýkur svo á leik Danmerkur og Frakklands á RÚV 2 klukkan 19:30.

Staðan

Ansi margt er enn útkljáð í okkar riðli. Útskýrum það aðeins betur en fyrst er hér staðan í riðlinum:

# Lið L S J T Stig
1. Danmörk 4 4 0 0 8
2. Frakkland 4 3 0 1 6
3. Ísland 4 2 0 2 4
4. Króatía 4 1 0 3 2
5. Svartfjallaland 4 1 0 3 2
6. Holland 4 1 0 3 2
             

 

Ísland getur enn komist í undanúrslit, komist í leikinn um fimmta sæti gegn Noregi og líka lokið keppni. Með sigri á Svartfjallalandi er öruggt að Ísland leikur að minnsta kosti um fimmta sætið. Með sigri á Svartfjallalandi og sigri Dana á Frökkum er Ísland komið í undanúrslit.

Tap gegn Svartfjallalandi þýðir að íslenska liðið lýkur keppni í dag. Svartfjallaland kemst þá upp fyrir Ísland á innbyrðisviðureigninni, alveg sama hvernig fer hjá Króatíu og Hollandi. Sigurliðið þar jafnar líka við Ísland og Svartfjallaland en samanlögð innbyrðis úrslit Íslands gegn þeim liðum mun ekki duga til að ná í leikinn um fimmta sæti. Á sama hátt er ljóst að Króatía getur ekki leikið um fimmta sætið, af sömu ástæðum.