Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Aron, Bjarki og Elvar lausir úr einangrun

epa09686198 Players of Iceland celebrate after winning the Men's European Handball Championship preliminary round match between Portugal and Iceland at the MVM Dome in Budapest, Hungary, 14 January 2022.  EPA-EFE/Tamas Kovacs HUNGARY OUT
 Mynd: EPA - RÚV

Aron, Bjarki og Elvar lausir úr einangrun

26.01.2022 - 12:48
Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson eru allir lausir úr einangrun og geta spilað leikinn gegn Svartfjallalandi í dag. Þeir voru meðal fyrstu leikmannanna sem greindust með veiruna.

Í tilkynningu frá HSÍ kemur fram að önnur PCR próf liðsins í gær hafi verið neikvæð sem og hraðpróf dagsins. Ellefu leikmenn og einn starfsmaður liðsins hafa greinst síðustu daga og sem stendur eru átta leikmenn og einn starfsmaður í einangrun. 

Björgvin Páll Gústavsson sem var laus úr einangrun fyrir leikinn gegn Króötum er aftur kominn í einangrun eftir niðurstöðu PCR-prófsins í gær. Björgvin greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag.