Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

James Webb-geimsjónaukinn kominn á sinn stað

25.01.2022 - 01:58
FILE - This 2015 artist's rendering provided by Northrop Grumman via NASA shows the James Webb Space Telescope. On Monday, Jan. 24, 2022, the world’s biggest and most powerful space telescope reached its final destination 1 million miles away, one month after launching on a quest to behold the dawn of the universe. (Northrop Grumman/NASA via AP)
 Mynd: AP
James Webb geimsjónaukinn er kominn á sinn endanlega áfangastað á braut um sólu, í einnar komma fimm milljóna kílómetra fjarlægð frá Jörðu. Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, greindi frá þessu á mánudag.

Samkvæmt tilkynningu NASA keyrði sjónaukinn eldflaugahreyfla sína í fimm mínútur um klukkan 19 í gærkvöld að íslenskum tíma, til að komast á svokallaðan annan Lagrange-punkt, en þaðan blasir jafnan nær hálfur alheimurinn við sjónaukanum allan sólarhringinn, allan ársins hring.

„Webb, velkominn heim!“ sagði Bill Nelson, forstjóri NASA, við þetta tækifæri. Nelson segir að nú þegar þessum áfanga er náð sé mannkynið einu skrefi nær því að afhjúpa hinu ýmsu leyndardóma alheimsins, og hann bíði spenntur eftir fyrstu myndunum sem frá sjónaukanum berast í sumar.