Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Margir særðir eftir skotárás í þýskum háskóla

24.01.2022 - 13:24
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Margir særðust eftir að byssumaður hóf skothríð í Heidelberg-háskóla í vesturhluta Þýskalands í dag. Lögregla greinir frá þessu í tilkynningu en þar kemur einnig fram að árásarmaðurinn sé látinn.

Maður hóf skothríð í einum af fyrirlestrasölum skólans með riffli eða vopni með löngu hlaupi. Hvorki er vitað á þessari stundu hversu mörgum skotum var hleypt af né hversu margir urðu fyrir skoti. 

Fréttin verður uppfærð. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV