Frakkar hafa þar með 6 stig í 2. sæti riðilsins, tveimur stigum meira en Ísland sem er í 3. sæti með 4 stig. Svartfellingar sem verða mótherjar Íslands á miðvikudaginn hafa 2 stig og eiga ekki lengur möguleika á því að komast í undanúrslit mótsins.
Með sigri Frakka á Svartfellingum í kvöld er nú ljóst að Ísland þarf að vinna Svartfellinga á miðvikudag og treysta á að Danir vinni Frakka til að Ísland komist í undanúrslit. Tap Íslands fyrir Króatíu í dag þýðir hins vegar að Frakkar geta með sigri á móti Danmörku, komist í undanúrslit á kostnað Íslands, sama hvernig leikur Íslands og Svartfjallalands færi á miðvikudag.
Að sama skapi er ljóst að ef Ísland tapar fyrir Svartfjallalandi á miðvikudag verða Frakkar komnir í undanúrslit áður en þeirra leikur við Dani hefst. Leikur Íslands og Svartfjallalands á miðvikudag klukkan 14:30 en leikur Danmerkur og Frakklands verður klukkan 19:30 á miðvikudag.