Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

WHO: Nýtt skeið hafið í faraldrinum í Evrópu

23.01.2022 - 17:29
epa08326563 WHO European director Hans Kluge gives status on the Danish handling of coronavirus during a press breefing in Eigtved's Pakhus, Copenhagen, Denmark, 27 March 2020. Countries around the world are taking increased measures to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/IDA GULDBAEK ARENTSEN DENMARK OUT
 Mynd: RITZAU SCANPIX - EPA-EFE
Nýtt skeið er hafið í Evrópu með omíkron-afbrigðinu sem getur markað endalokin á faraldrinum í heimsálfunni. Þetta segir Hans Kluge, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu. „Það er líklegt að við séum að sigla inn í lokaorrustuna við farsóttina.“

Kluge tók fram að þetta væri  sagt með þeim fyrirvara að ekki kæmi fram nýtt og hættulegt afbrigði af kórónuveirunni.

Hann bætti við að líklega myndi sextíu prósent Evrópubúa smitast af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar fyrir lok mars. Eftir það verði stund milli stríða en síðan snúi COVID-19  aftur en þá ekki sem faraldur.  

Margir hafa bundið vonir við að omíkron-afbrigðið væri upphafið að endalokunum. Rannsóknar hafa sýnt að afbrigðið veldur vægari veikindum hjá þeim sem eru bólusettir heldur en delta-afbrigðið. Veikindin virðast meira í ætt við árstíðabundna flensu.

Kluge segir að ef COVID-19 verði viðvarandi (e. endemic) þá verði um leið mögulegt að spá fyrir um hvað gerist í náinni framtíð „Því þessi veira hefur oftar en einu sinni komið okkar á óvart þannig að við verðum að stíga varlega til jarðar.“

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV