
Stýrimaður segir upp
Skipstjórinn skráði aðra skipstjóra í ferðum sem hann sigldi um jólin. Herjólfur ohf. er fyrirtæki í eigu Vestmannaeyjabæjar með samning við Vegagerðina um rekstur ferjunnar.
Bæjarstjórinn vísar rangfærslum á bug
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir að Hildur Sólveig Sigurðardóttir oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Vestmannaeyja hafi farið með rangt mál í hádegisfréttum í dag, 23. janúar. Íris segir að mál réttindalausa skipstjórans hafi verið rætt óformlega á fundi bæjarráðs á miðvikudaginn. Það verði auk þess rætt formlega á næsta fundi ráðsins. Á þann fund verði stjórn Herjólfs ohf boðuð til að skýra málið fyrir kjörnum fulltrúum. Íris segir einnig að Hildur Sólveig hafi hvorki óskað eftir upplýsingum um mál réttindalauss skipstjóra á Herjólfi formlega né óformlega við bæjarstjóra. Hildur Sólveig sagði svo vera í hádegisfréttum. Íris bæjarstjóri segist líta málið alvarlegum augm líkt og aðrir sem hafa tjáð sig um það.
Kornið sem fyllti mælinn
Herjólfur auglýsti eftir stýrimönnum til starfa í atvinnuauglýsingum blaðanna um helgina. Fimm stýrimenn eru skráðir á vefsíðu Herjólfs. Fleiri vantar í afleysingar. Og svo sagði einn stýrimaður upp fyrir rúmri viku. Sá stýrimaður sagði við fréttastofu í dag að það að skipstjóri hafi siglt án réttinda með því að skrá aðra skipstjóra í staðinn að þeim forspurðum hafi verið kornið sem fyllti mælinn.