Silfrið hefur göngu sína aftur á nýju ári. Egill Helgason hefur umsjón með þættinum . Í fyrri hluta eru gestir þau Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður, Friðjón R. Friðjónsson almannatengill, Karen Kjartansdóttir almannatengill og Björn Þorláksson blaðamaður. Þau munu fara yfir málefni á vettvangi dagsins og fréttir vikunnar.
Í síðari hluta er Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri gestur Egils. Þeir ræða um málefni Úkraínu, Rússlands og NATO.