Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Tveir leikmenn kallaðir inn í landsliðshópinn

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Tveir leikmenn kallaðir inn í landsliðshópinn

22.01.2022 - 20:47
Tveir leikmenn Hauka hafa verið kallaðir til Ungverjalands til liðs við íslenska landsliðið á Evrópumótinu í handbolta. Þeir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson.

Hvorki Darri né Þráinn hafa áður leikið landsleik en þörfin er orðin mikil á auka mannskap eftir að tveir til viðbótar greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson og nú eru átta leikmenn úr upphaflega hópnum í einangrun með veiruna. Næsti leikur Íslands í milliriðlinum er á mánudag þegar liðið mætir Króatíu og þar á eftir mætir Ísland Svartfjallalandi á miðvikudag. Ísland er með fjögur stig í milliriðlinum eftir átta marka sigur á Frökkum í kvöld.