Hvorki Darri né Þráinn hafa áður leikið landsleik en þörfin er orðin mikil á auka mannskap eftir að tveir til viðbótar greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson og nú eru átta leikmenn úr upphaflega hópnum í einangrun með veiruna. Næsti leikur Íslands í milliriðlinum er á mánudag þegar liðið mætir Króatíu og þar á eftir mætir Ísland Svartfjallalandi á miðvikudag. Ísland er með fjögur stig í milliriðlinum eftir átta marka sigur á Frökkum í kvöld.
Darri og Þráinn Orri, leikmenn mfl. karla Hauka, eru farnir af stað til Búdapest og hitta þar íslenska landsliðið sem tekur þátt á EM um þessar mundir. Við óskum strákunum okkar góðs gengis og hlökkum til að horfa á næstu leiki liðsins pic.twitter.com/784cDKBOhu
— Haukar - Handbolti (@Haukarhandbolti) January 22, 2022