Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Gísli Örn stýrir siðblindu auðkýfingunum í Exit

Gísli Örn stýrir siðblindu auðkýfingunum í Exit

22.01.2022 - 12:44

Höfundar

Gísli Örn Garðarsson hefur verið ráðinn til að leikstýra þriðju þáttaröðinni um siðblindu auðkýfingana í Exit. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Bakaríinu á Bylgjunni í morgun.

„Ég þekki þá alla mjög vel sem búa það til. Alltaf verið með annan fótinn í Noregi að einhverju leyti,“ sagði Gísli Örn í viðtalinu

Exit-þættirnir segja frá fjórum félögum sem lifa og hrærast í norsku viðskiptalífi. Þeir hafa notið mikilla vinsælda á Norðurlöndunum, ekki síst hér á landi.

Höfundur þáttanna sagði við NRK að þættirnir hefðu átt þátt í því að svipta Norðmenn sakleysi sínu og opna augu þjóðarinnar fyrir að hún væri ekki jafn slétt og felld og hún teldi sig vera.

NRK tilkynnti í desember að ráðist yrði í gerð þriðju þáttaraðarinnar. Til stendur að hefja tökur strax í vor og verða þættirnir sýndir á næsta ári.