Sigurinn var Guðmundi augljóslega gríðarlega þýðingarmikill og þá sérstaklega í ljósi þess sem á undan hefur gengið. Guðmundur segir þetta eitt af því magnaðara sem hann hefur upplifað á sínum ferli.
„Karakterinn í liðinu, mér þætti gaman að sjá ykkur koma hérna, þegar það vantar 8 lykilmenn inn í þetta. Þetta er eitthvað það stórkostlegasta sem ég hef upplifað,“ sagði Guðmundur í samtali við RÚV eftir sigurinn.
„Við spiluðum ótrúlega skynsamlega, við gáfum okkur tíma í hverja sókn og þeir réðu hreinlega ekki við okkur. Markvarslan var í heimsklassa.“