Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Smit í starfsliði Íslands - PCR-próf leikmanna neikvæð

epa09693608 Players of Iceland celebrate after winning the Mens' Handball European Championship peliminary round match between Iceland and Hungary at MVM Dome in Budapest, Hungary, 18 January 2022.  EPA-EFE/Tamas Kovacs HUNGARY OUT
 Mynd: EPA-EFE - MTI

Smit í starfsliði Íslands - PCR-próf leikmanna neikvæð

21.01.2022 - 13:07
Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var með jákvætt próf í hraðprófi sem tekið var í hádeginu í dag. PCR-próf sem leikmenn Íslands fóru í í gærkvöldi voru hins vegar öll neikvæð.

Nú eru því sex leikmenn og einn starfsmaður liðsins í einangrun en að undanskildum þeim sex leikmönnum sem nú þegar voru í einangrun voru öll PCR-prófin sem leikmenn skiluðu inn í gær neikvæð. Aron Pálmarsson, Björgvin Páll Gústafsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson eru allir í einangrun. Tveir leikmenn héldu til móts við hópinn í dag, Valsmennirnir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson. 

Næsti leikur Íslands á Evrópumeistaramótinu er gegn Ólympíumeisturum Frakka á morgun, laugardag. Leikurinn hefst klukkan 17 og verður í beinni útsendingu á RÚV.