Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Litlar breytingar á Landspítala milli daga

Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Litlar breytingar hafa orðið á fjölda sjúklinga sem liggja á Landspítalanum með COVID-19. Þeir eru 35 í dag en voru 32 í gær. Áfram eru þrír á gjörgæsludeild spítalans, allir í öndunarvél. 165 starfsmenn eru í einangrun með smit.

Þetta kemur fram á vef Landspítalans.  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísindaráðherra, sagði við fréttastofu í morgun að óþarfi væri að bíða eftir frekari gögnum um þróun faraldursins heldur ætti að létta á samkomutakmörkunum. 

Spítalinn uppfærði í gær upplýsingar um afbrigðin sem sjúklingar hafa greinst með. Þá lágu 32 inni með COVID-19. Átta þeirra eru með delta-afbrigðið, þar af fimm óbólusettir.

Ellefu eru með omíkron-afbrigðið og af þeim eru þrír óbólusettir.  Ekki er vitað af hvaða afbrigði fjóri sjúklingar eru smitaðir. Sjö liggja inni með veikindi sem eru ótengd COVID-19.

 
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV