Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Hádegisfréttir: Vonar að hægt verði að aflétta fyrr

21.01.2022 - 12:02
Heilbrigðisráðherra bindur vonir við að hægt verði að aflétta aðgerðum fyrr en áætlað er og afnema neyðarstig almannavarna. Helsti vandinn snýr að mönnun á Landspítalanum.

Rússar krefjast þess að herlið Atlantshafsbandalagsríkja hverfi frá Rúmeníu og Búlgaríu. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna ræða Úkraínudeiluna á fundi í Genf í dag. 

Bankasýsla ríkisins hefur sent fjármálaráðherra tillögu um sölu á öllum hlut ríkisins í Íslandsbanka. 

Engin sýktur fiskur var í eldiskví Laxa í Reyðarfirði þar sem gat fannst í gær. Gatið var lítið, en net voru strax lögð út til að fanga strokufiska ef einhverjir eru. 

Samband sveitarfélaga hafnar kröfu Félags grunnskólakennara um að greiða kennurum útkall samkvæmt kjarasamningi fyrir smitrakningu. Félagið er þegar með tvö mál gegn sveitarfélögunum fyrir félagsdómi tengd covid vinnu. 

Bóndadagurinn er í dag og þá kætast ungir og aldnir sem gæða sér á lundaböggum, súrum hrútspungum og ýmsu öðru sem tilheyrir þorranum. 

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV