Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Metfjöldi smita í Mexíkó

epa07674898 Mexican President Andres Manuel Lopez Obrador delivers his daily morning press conference, in Mexico City, Mexico, 26 June 2019, during which he announced the cancellation of the permits granted by the National Hydrocarbons Commission (CNH) to use fracking for oil extraction.  EPA-EFE/Mario Guzman
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkós, greindist nýverið með COVID-19, öðru sinni, en veiktist lítið og hefur náð sér að fullu.  Mynd: epa
Yfir 60.000 manns greindust með COVID-19 í Mexíkó síðasta sólarhringinn, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum degi. Þetta kemur fram í tilkynningu mexíkóskra heilbrigðisyfirvalda.

Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur valdið mikilli fjölgun smita í Mexíkó eins og mörgum löndum öðrum upp á síðkastið og samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu greindust þar 60.552 með COVID-19 í gær. Þar með eru smitin farin að nálgast 4.5 milljónir í Mexíkó frá upphafi faraldursins og dauðsföllin eru orðin rúmlega 302.000.

Eins og víðast hvar annars staðar þar sem omíkron-afbrigðið hefur skotið upp kollinum hefur dauðsföllum fjölgað hlutfallslega mun minna en smitum.