Benedikt Páfi XVI brást ekki við sem skyldi þegar honum var greint frá kynferðisbrotum presta gegn börnum þegar hann var biskup í Munchen í Þýskalandi á árunum 1977 til 1982. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem þýsk lögfræðistofa lauk nýlega við. Páfinn neitar því að hafa látið brot viðgangast óátalin. Gögn sem stuðst var við í rannsókninni styðja hins vegar að hann hafi verið viðstaddur umræðu um brot kirkjunnar manna.