Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Benedikt páfi aðhafðist ekki vegna brota gegn börnum

20.01.2022 - 12:36
epa08342509 A Photo taken with drone showing a deserted Piazza San Pietro  with St. Peters basilica in background, during the Coronavirus emergency lockdown in Rome, Italy, 03 April 2020. Police and soldiers are deployed across the country to ensure that citizens comply with the stay-at-home orders in a bid to slow down the wide spread of the pandemic COVID-19 disease.  EPA-EFE/ALESSANDRO DI MEO
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Benedikt Páfi XVI brást ekki við sem skyldi þegar honum var greint frá kynferðisbrotum presta gegn börnum þegar hann var biskup í Munchen í Þýskalandi á árunum 1977 til 1982. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem þýsk lögfræðistofa lauk nýlega við. Páfinn neitar því að hafa látið brot viðgangast óátalin. Gögn sem stuðst var við í rannsókninni styðja hins vegar að hann hafi verið viðstaddur umræðu um brot kirkjunnar manna.

Samkvæmt rannsókninni greip Benedikt páfi, sem þá var nefndur Josef Ratzinger, ekki til aðgerða þegar honum var tilkynnt um brotin. Tvær tilkynninganna sneru að kynferðisbrotum gegn börnum sem voru framin í biskupstíð Ratzingers. Þá gerði hann ekkert í málunum og hinir brotlegu innan kirkjunnar héldu áfram að sinna störfum sínum.

BBC greinir frá niðurstöðum rannsóknarinnar í dag. Þar segir að Ratzinger hafi verið kunnugt um að prestur sem fluttist í sóknina hefði brotið gegn drengjum en hann samt fengið að gegna starfi sínu. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV