Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumkarkaðsráðherra hefur ráðið þau Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur og Ólaf Elínarson sem aðstoðarmenn sína. Guðrún var meðal annars framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands en Ólafur hefur starfað hjá Gallup frá 2007, sem viðskiptastjóri og síðar sviðsstjóri.