Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Krafa Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag

epa09691484 (FILE) - Anders Behring Breivik attends the last day of the appeal case in the Borgarting Court of Appeal at the Telemark prison gym, in Skien, Norway, 18 January 2017 (reissued 17 January 2022). Breivik, who changed his name to Fjotolf Hansen in 2017, is to appear before court for his parole hearing in Oslo on 18 January 2022. Mass murderer Anders Behring Breivik was sentenced to a maximum term of 21 years for killing 77 people in bomb and shooting attacks on 22 July 2011, and is entitled under Norwegian law to have his sentenced reviewed after ten years served.  EPA-EFE/LISE AASERUD NORWAY OUT
 Mynd: EPA-EFE - NTB SCANPIX
Dómstóll í Þelamörk í Noregi tekur kröfu Anders Behrings Breivik um reynslulausn fyrir í dag. Tíu ár eru síðan hann var dæmdur til 21 árs fangavistar fyrir fjöldamorð í Ósló og Útey. Almennt er búist við að kröfunni verði hafnað en ætla má að málflutningur taki þrjá daga.

Fjölskyldur fórnarlamba hans óttast að hann muni beita fyrirtöku málsins til að vekja athygli á stjórnmálaskoðunum sínum og hvetja til þess að hann fái ekki þá athygli sem hann sækist eftir.

Af öryggisástæðum verður málið flutt innan veggja fangelsins á Skien þar sem Breivik situr af sér 21 árs fangelsvist sem er þyngsti dómur í norskri réttarsögu.

Heimilt er að framlengja fangavistina meðan Breivik telst hætttulegur umhverfi sínu en honum var gert mögulegt að sækja um reynslulausn að liðnum tíu árum. 

Föstudaginn 22. júlí 2011 kom hann fyrir sprengju í miðborg Óslóar sem varð átta að bana. Þaðan fór hann til Úteyjar, dulbúinn sem lögreglumaður, þar sem ungliðar Verkamannaflokksins voru saman komnir.

Hryðjuverkamaðurinn skaut 69 ungmenni til bana á eynni sem er versta fjöldamorð í Noregi á friðartímum. 

Hann hefur nokkrum sinnum áður krafist þess að verða látinn laus, meðal annars vegna þess sem hann segir bágar aðstæður í fangelsinu þar sem hann situr í einangrun í 30 fermetra klefa. 

Búist er við að málflutningur taki þrjá daga. Í yfirlýsingu frá samtökum aðstandenda fórnarlamba hryðjuverkanna segir að öll umfjöllun um atburðina og gerandann valdi þeim mikilli sálarangist.

Lisbeth Kristine Royneland, sem fer fyrir samtökunum, segir fáránlegt að hann fái jafn mikla athygli og raun ber vitni, með umsókn um reynslulausn, rúmum tíu árum eftir fjöldamorðin.