Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

„Ég hitti Ivano Balic fyrir leikinn“

Mynd: EPA-EFE / MTI

„Ég hitti Ivano Balic fyrir leikinn“

18.01.2022 - 19:43
Björgvin Páll Gústavsson varði mikilvæg skot í marki Íslands á mikilvægum augnablikum, ekki síst seint í leiknum. Björgvin sagðist hafa verið í nokkurs konar geðshræringu í lok leiksins.

„Já, þetta var svolítil geðshræring þarna. Maður vissi einhvern veginn ekkert hvort við myndum tapa eða vinna, með einu, eða jafntefli. Svo var allt í graut einhvern veginn hjá manni á bekknum þegar maður var að koma út af, þegar við vorum einum færri svo bara reyndi ég að vera fyrir þessu. Ég hitti Ivano Balic fyrir leikinn og hann sagði ég væri ungur ennþá. Það gaf mér auka kraft í lokin. Ég mundi eftir því þegar ég var orðinn þreyttur,“ sagði Björgvin Páll og brosti.

„Þetta voru bara rosalegar mínútur og ég var meira bara að dást að því hvernig þeir héldu boltanum í sókninni. Að vera hérna einum færri undir restina í sókninni með 20 þúsund á bakinu í stúkunni. Það er lygilegt að klára slíkt,“ sagði Björgvin Páll.

Nánar er rætt við Björgvin Pál í viðtali sem sjá má í heild sinni í viðtali hér fyrir ofan.